Fótboltalið gagnfræðaskóla bæjarins tryggði sér þá fylkistitilinn í Maine. Bláu djöflarnir frá Lewiston skóla unnu nefnilega 3-2 sigur í úrslitaleik á móti Deering skóla.
Átján dóu í fjöldaskotárásinni í bænum 25. október síðastliðinn og þrettán til viðbótar særðust. Fólkið var skotið til bana í keilusal annars vegar og á bar hins vegar.
Lewiston HS soccer team wins Maine state championship weeks after mass shooting https://t.co/futLnmlEZu pic.twitter.com/nXJjgKaYpz
— New York Post (@nypost) November 12, 2023
„Við höfum verið að tala um þetta síðustu vikurnar. Gerum þetta fyrir bæinn okkar,“ sagði Payson Goyette, markvörður liðsins við Sun Journal bæjarblaðið.
„Það var frábært að geta unnið þetta fyrir bæinn og fært bæjarbúum eitthvað til að gleðjast yfir,“ sagði Goyette.
Tegra Mbele skoraði sigurmarkið í framlengingu en hann var þá að skora sitt annað mark í leiknum.
„Þetta var gleðin sem við gátum fært okkar stuðningsmönnum og það varð allt vitlaust í lokin. Ég er svo ánægður að okkur tókst að gefa bænum þetta og þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera það,“ sagði Tegra Mbele.