Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ákvörðunin sé tekin í ljósi jarðhræringa og minnkandi starfsemi á svæðinu.
Þá segir að veginum verði lokað annars vegar við gatnamót Grindavíkurvegar og hins vegar við Nesveg. Haft hafi verið samband við hlutaðeigandi rekstraraðila og þeim kunngerð ákvörðunin. Lokunin hefur ekki gildi gagnvart starfmönnum fyrirtækja á svæðinu.
Tilkynning frá Bláa lóninu þess efnis að því yrði lokað næstu vikuna barst í morgun. Þá var greint frá því síðdegis að hótelið Northern Light Inn færi að frumkvæði lónsins og því yrði einnig lokað í viku. Bláa lónið stendur við Norðurljósaveg 9 og Northern Light inn Hotelið við Norðurljósaveg 1.