Hún segir ljóst að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasa og að þá verði að stöðva strax.
Við tökum einnig stöðuna á Reykjanesi og fjöllum um íbúafund sem haldinn verður í Reykjanesbæ í kvöld.
Að auki fjöllum við um deildur Arion banka og Árna Odds Þórðarsonar fyrrverandi forstjóra Marels en Árni hætti hjá Marel í gærkvöldi í ljósi réttaróvissu.
Í dag er síðan árlegur dagur gegn eineltis og við ræðum við kennara sem fær hvatningarverðlaun fyrir störf sín í þágu hinsegin ungmenna.
Og í íþróttapakkanum verður leikur Blika í Sambandsdeild Evrópu fyrirferðarmikill en hann fer fram á Laugardalsvelli á morgun.