Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:09 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. Vísir/Hulda Margrét „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. „Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals. Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Sjá meira
„Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik