Pochettino mætti aftur á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti sem þjálfari er Chelsea heimsótti Tottenham í kvöld og þrátt fyrir að hafa spilað stóran hluta leiksins tveimur mönnum fleiri þurftu gestirnir að hafa fyrir hlutunum.
Liðið komst ekki í forystu fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka, en þá opnuðust allar flóðgáttir og Chelsea vann að lokum 4-1 sigur.
„Svona er fótboltinn. Við unnum og áttum það skilið. Tæknin er hluti af leiknum og við verðum að sætta okkur við það. Það er mikið sem gerist á vellinum og það þarf að ganga úr skugga um að allt sé rétt,“ sagði Pochettino í leikslok.
„Horfðu bara á leik Tottenham og Liverpool sem var á þessum velli fyrr á tímabilinu, þar vann Tottenham á síðustu mínútu. Mér fannst við eiga þetta skilið. Tottenham er að gera frábæra hluti, en í kvöld fannst mér við vera betra liðið,“ bætti Pochettino við.