Vanda gefur ekki kost á sér á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2023 20:10 Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir KSÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
KSÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira