Atvikið átti sér stað undir lok leiksins. Aspas var þá á bekknum en hann var tekinn af velli á 69. mínútu.
Dómari leiksins, Alejandro Hernandez, dæmdi vítaspyrnu á Sevilla eftir að Jesus Navas braut á Anastasios Douvikas. En eftir að hafa ráðfært sig við VAR-dómara leiksins sneri Hernandez dómnum við.
Aspas var langt frá því að vera sáttur við þessa ákvörðun. Í bræði sinni gekk hann að VAR-skjá á hliðarlínunni og kastaði honum í grasið. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan var Aspas næstum því búinn að grýta skjánum á fjórða dómara leiksins.
Something tells me Aspas has had enough of VAR pic.twitter.com/2KjB2htLEX
— The 44 (@The_Forty_Four) November 4, 2023
Líklegt þykir að atvikið dragi dilk á eftir sér og Aspas, sem er fyrirliði Celta, gæti átt von á refsingu.
Aspas gekk aftur í raðir Celta frá Liverpool 2015. Hann hefur skorað 146 mörk í 316 leikjum fyrir liðið síðan þá.