Sjö eru nú í haldi lögreglu grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni og nú er komið í ljós að tveir særðust í henni, annar fékk þó aðeins skrámu.
Einnig fjöllum við áfram um ástandið á Reykjanesskaganum þar sem jörð skelfur enn og í nótt og í morgun komu stórir skjálftar sem fundust víða um land.
Að auki verður lúsafárið í Tálknafirði til umfjöllunar og heyrum við í flutningsmanni nýrrar þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að laxeldi í opnum kvíum á sjó verði bannað við strendur landsins.
Í íþróttunum heyrum við í körfuboltamanni í Grindavík sem stóð í ströngu í gær og svaf síðan af sér skjálftana í nótt.