Verðlaunuðu Giakoumakis frekar en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 10:31 Lionel Messi þakkar David Beckham fyrir eftir að hann afhenti honum Gullhnöttinn í vikunni en Messi þótti ekki vera besti nýliðinni í MLS-deildinni. AP/Michel Euler Lionel Messi var ekki kjörinn besti nýliðinn í bandarísku deildinni á þessu tímabili en verðlaun MLS deildarinnar voru afhent í gær. Grikkinn Giorgos Giakoumakis var kosinn besti nýliðinn en hann skoraði sautján mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 27 leikjum fyrir Atlanta United á tímabilinu. Hinn 28 ára gamli Giakoumakis fékk 45,8 prósent atkvæða frá leikmönnum, starfsmönnum og fjölmiðlamönnum sem kusu en Messi fékk aðeins 27,3 prósent atkvæða. Þriðji var Eduard Löwen hjá St. Louis City með 15,4 prósent. ¡SE LO GANÓ A MESSI! Giorgios Giakoumakis, futbolista del Atlanta United, se quedó con el premio al mejor fichaje del año en la MLS. #MLSessi #MLSenFOX pic.twitter.com/U77ozsyfeM— FOX Deportes (@FOXDeportes) November 2, 2023 Verðlaunin eiga að fara til þess leikmanns sem hefur mest áhrif í deildinni og var að spila sitt fyrsta tímabil í MLS. Giakoumakis gekk til liðs við Atlanta liðið frá skoska liðinu Celtic í febrúar. Hann er þriðji leikmaður Atlanta til að fá þessi verðlaun á eftir þeim Thiago Almada (2022) og Miguel Almirón (2017). Messi kom til Inter Miami í júlí en lék lítið í deildinni vegna meiðsla. Hann náði bara að spila 372 mínútur í sex leikjum og var með eitt mark og tvær stoðsendingar í þeim. Miami komst heldur ekki í úrslitakeppnina. Messi fór aftur á móti mikinn í bikarleikjum Miami og endaði með tíu mörk í sjö leikjum í deildarbikarnum þar sem Inter Miami vann sinn fyrsta titil. An immediate impact in the .Newcomer of the Year: Giorgos Giakoumakis. pic.twitter.com/AyHGq9slod— Major League Soccer (@MLS) November 2, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Grikkinn Giorgos Giakoumakis var kosinn besti nýliðinn en hann skoraði sautján mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 27 leikjum fyrir Atlanta United á tímabilinu. Hinn 28 ára gamli Giakoumakis fékk 45,8 prósent atkvæða frá leikmönnum, starfsmönnum og fjölmiðlamönnum sem kusu en Messi fékk aðeins 27,3 prósent atkvæða. Þriðji var Eduard Löwen hjá St. Louis City með 15,4 prósent. ¡SE LO GANÓ A MESSI! Giorgios Giakoumakis, futbolista del Atlanta United, se quedó con el premio al mejor fichaje del año en la MLS. #MLSessi #MLSenFOX pic.twitter.com/U77ozsyfeM— FOX Deportes (@FOXDeportes) November 2, 2023 Verðlaunin eiga að fara til þess leikmanns sem hefur mest áhrif í deildinni og var að spila sitt fyrsta tímabil í MLS. Giakoumakis gekk til liðs við Atlanta liðið frá skoska liðinu Celtic í febrúar. Hann er þriðji leikmaður Atlanta til að fá þessi verðlaun á eftir þeim Thiago Almada (2022) og Miguel Almirón (2017). Messi kom til Inter Miami í júlí en lék lítið í deildinni vegna meiðsla. Hann náði bara að spila 372 mínútur í sex leikjum og var með eitt mark og tvær stoðsendingar í þeim. Miami komst heldur ekki í úrslitakeppnina. Messi fór aftur á móti mikinn í bikarleikjum Miami og endaði með tíu mörk í sjö leikjum í deildarbikarnum þar sem Inter Miami vann sinn fyrsta titil. An immediate impact in the .Newcomer of the Year: Giorgos Giakoumakis. pic.twitter.com/AyHGq9slod— Major League Soccer (@MLS) November 2, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira