Sigraðist á eistnakrabbameini þrátt fyrir að bíða í marga mánuði með að fara til læknis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Henri Lansbury endaði ferilinn á því að fara upp um deild með Luton Town áður en skórnir fóru upp í hillu. Richard Heathcote/Getty Images Hinn 32 ára gamli Henri Lansbury lagði knattspyrnuskóna nýverið á hilluna. Í viðtali við Sky Sports staðfesti þessi fyrrverandi miðjumaður að hann hefði sigrast á eistnakrabbameini árið 2016 er hann var leikmaður Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu. Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira