Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 07:41 Lise Klaveness er óhrædd við að gagnrýna forystu FIFA en fræg er ræða hennar frá ársþingi FIFA. Getty/Trond Tandberg Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness. FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira
Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness.
FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Sjá meira