Við förum yfir stöðuna á Gasa en í dag voru særðir Palestínumenn og erlendir ríkisborgarar fluttir frá svæðinu og til Egyptalands þegar landamærin í Rafah voru opnuð.
Fjórðungur landsmanna vill banna notkun rafhlaupahjóla eftir miðnætti samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Yfir helmingur reglulegra notenda segist hafa slasað sig. Við ræðum við eiganda Hopp í beinni útsendingu í myndveri.
Þá förum við yfir stöðuna á Reykjanesi, verðum í beinni útsendingu frá pálínuboði grænkera og sjáum stærstu kú landsins.