Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2023 16:16 Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands segir að sérsamböndin í íþróttahreyfingunni hafi sofið á verðinum. Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. „Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“ Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“
Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31