„Langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Ísak Bergmann Jóhannesson kann afar vel við sig í Düsseldorf. getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur lífsins út í ystu æsar hjá Fortuna Düsseldorf. Hann vonast til að spila með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira