Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 06:53 Lík liggja fyrir utan sjúkrahús í kjölfar árása Ísraelsmanna á Jabalia-flóttamannabúðirnar. AP/Fadi Majed Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira