Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Við ræðum við framkvæmdastjóra Blá lónsins í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en hann segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Þá segjum við frá því að forsætisráðherra Noregs sagði á Norðurlandaráðsþingi í dag að ekkert annað hafi komið til greina en að greiða atkvæði með vopnahléi á Gasa. Katrín Jakobsdóttir svaraði fyrirspurnum norrænna fjölmiðla á þinginu í dag og sagði mikla umræðu hafa átt sér stað frá því Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn.

Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Við ræðum við yfirlækni sem segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk ekki eiga neitt erindi á hjólin.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Árbæjarsafni þar sem Hrekkjarvakan er haldin hátíðleg. Hún hefur heldur fest sig í sessi hér á landi á síðustu árum og víða á nú sjá hryllilegt smáfólk á ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×