Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:54 Írska söngkonan Enya á tónleikum í Berlín árið 2016. Mögulega að taka lagið Orinoco Flow (Sail Away). EPA Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað. Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað.
Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16
Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27
Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15