Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 16:30 Salma Paralluelo smellir kossi á heimsmeistarabikarinn. getty/Marc Atkins Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira