Gerðu árásir við stærsta sjúkrahús Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 08:53 Palestínumenn virða fyrir sér skemmdirnar eftir árás. AP/Hatem Moussa Ísraelar gerðu í morgun loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar, sem er fullt af sjúklingum og tugum þúsunda manna í leit að skjóli. Ísraelski herinn hefur sakað forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að hreiðra um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Árásirnar eru sagðar hafa eyðilagt flesta vegi að Shifa-sjúkrahúsinu sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar, en yfirvöld í Ísrael hafa hvatt fólk til að flýja þaðan til suðurs. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara halda þó enn til í norðri og þá meðal annars vegna þess að Ísraelar hafa einnig gert árásir í suðri. Ísraelski herinn birti á dögunum tölvuteiknað myndband sem sýna á hvernig Hamas-liðar hafa grafið göng undir Shifa-sjúkrahúsinu og sé með bækistöðvar sínar þar undir. Einnig voru birt myndbönd sem eiga að vera af yfirheyrslum yfir Hamas-liðum, þar sem þeir segja frá göngum undir sjúkrahúsinu. Talsmenn Hamas segja það ekki rétt og að Ísraelar ætli sér að gera árásir á sjúkrahúsið. Talið er að Hamas hafi grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. The Shifa Hospital is not only the largest hospital in Gaza but it also acts as the main headquarters for Hamas terrorist activity. Terrorism does not belong in a hospital and the IDF will operate to uncover any terrorist infrastructure. pic.twitter.com/Ybpln5xQb2— Israel Defense Forces (@IDF) October 27, 2023 Mikil óreiða ríkir á Gasaströndinni eftir linnulausar árásir Ísraela frá 7. október og Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í morgun að þúsundir manna hefðu rutt sér leið inn í vöruhús Palestínustofnunar SÞ og tekið aðan matvæli og aðrar nauðsynjar. AP fréttaveitan hefur eftir Thomas White, sem leiðir aðgerðir SÞ á Gasa, að atvikið væri til marks um bresti á samfélagslegri samkennd á Gasa, vegna óreiðunnar. Íbúar Gasastrandarinnar hafa þó aftur aðgang að síma- og netsambandi eftir að það var tekið af á dögunum, samhliða innrás Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Tölur eru á reiki en talið er að meira en milljón manna séu á vergangi innan Gasastrandarinnar en þau geta ekki farið þaðan. Forsvarsmenn ísraelska hersins tilkynntu í gær að meiri neyðarbirgðum yrði hleypt inn á Gasaströndina frá Egyptalandi. Vonast er til þess að birgðirnar, eða matur, vatn og lyf, muni leiða til þess að fleiri íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar fari til suðurs, eins og Ísraelar hafa kallað eftir. Þúsundir hafa fáið í árásum Ísraela á Gasaströndinni.AP/Fatima Shbair Reynir að firra sig ábyrgð Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gærkvöldi að yfirmenn öryggisstofnanna ríkisins bæru ábyrgð á því að vígamenn Hamas-samtakanna hefðu komið Ísraelum á óvart og getað banað um 1.400 manns í árásum á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Þetta sagði hann í tísti eftir blaðamannfund í gær þar sem hann sagðist aldrei hafa fengið nokkra viðvörun um ætlanir Hamas-liða og að allir forsvarsmenn öryggisstofnana Ísrael hefðu verið þeirrar skoðunar að leiðtogar Hamas hefðu áhuga á viðræðum. Sjá einnig: „Verkefni okkar er skýrt“ Netanjahú eyddi tístinu þó í morgun eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir það og þar á meðal af Benny Gantz, ráðherra í þjóðarstjórn Ísraela og Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ísraelskt stórskotalið nærri Gasaströndinni.AP/Tsafrir Abayov Gantz kallaði eftir því í morgun að Netanjahú drægi ummæli sín til baka og sakaði hann um að grafa undan hernum á mikilvægum tíma. Hann sagði að á stríðstímum sem þessum bæri leiðtogum að sýna ábyrgð og styðja herinn. Lapid sló á svipaða strengi og sagði Netanjahú reyna að komast undan ábyrgð með því að benda á öryggisstofnanir sem væru að berjast gegn óvinum Ísrael. Eftir að hann eyddi fyrsta tístinu, birti Netanjahú annað þar sem hann baðst afsökunar. . . . . .— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 29, 2023 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Árásirnar eru sagðar hafa eyðilagt flesta vegi að Shifa-sjúkrahúsinu sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar, en yfirvöld í Ísrael hafa hvatt fólk til að flýja þaðan til suðurs. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara halda þó enn til í norðri og þá meðal annars vegna þess að Ísraelar hafa einnig gert árásir í suðri. Ísraelski herinn birti á dögunum tölvuteiknað myndband sem sýna á hvernig Hamas-liðar hafa grafið göng undir Shifa-sjúkrahúsinu og sé með bækistöðvar sínar þar undir. Einnig voru birt myndbönd sem eiga að vera af yfirheyrslum yfir Hamas-liðum, þar sem þeir segja frá göngum undir sjúkrahúsinu. Talsmenn Hamas segja það ekki rétt og að Ísraelar ætli sér að gera árásir á sjúkrahúsið. Talið er að Hamas hafi grafið umfangsmikið net ganga undir stóran hluta Gasastrandarinnar. The Shifa Hospital is not only the largest hospital in Gaza but it also acts as the main headquarters for Hamas terrorist activity. Terrorism does not belong in a hospital and the IDF will operate to uncover any terrorist infrastructure. pic.twitter.com/Ybpln5xQb2— Israel Defense Forces (@IDF) October 27, 2023 Mikil óreiða ríkir á Gasaströndinni eftir linnulausar árásir Ísraela frá 7. október og Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í morgun að þúsundir manna hefðu rutt sér leið inn í vöruhús Palestínustofnunar SÞ og tekið aðan matvæli og aðrar nauðsynjar. AP fréttaveitan hefur eftir Thomas White, sem leiðir aðgerðir SÞ á Gasa, að atvikið væri til marks um bresti á samfélagslegri samkennd á Gasa, vegna óreiðunnar. Íbúar Gasastrandarinnar hafa þó aftur aðgang að síma- og netsambandi eftir að það var tekið af á dögunum, samhliða innrás Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Tölur eru á reiki en talið er að meira en milljón manna séu á vergangi innan Gasastrandarinnar en þau geta ekki farið þaðan. Forsvarsmenn ísraelska hersins tilkynntu í gær að meiri neyðarbirgðum yrði hleypt inn á Gasaströndina frá Egyptalandi. Vonast er til þess að birgðirnar, eða matur, vatn og lyf, muni leiða til þess að fleiri íbúar norðurhluta Gasastrandarinnar fari til suðurs, eins og Ísraelar hafa kallað eftir. Þúsundir hafa fáið í árásum Ísraela á Gasaströndinni.AP/Fatima Shbair Reynir að firra sig ábyrgð Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gærkvöldi að yfirmenn öryggisstofnanna ríkisins bæru ábyrgð á því að vígamenn Hamas-samtakanna hefðu komið Ísraelum á óvart og getað banað um 1.400 manns í árásum á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Þetta sagði hann í tísti eftir blaðamannfund í gær þar sem hann sagðist aldrei hafa fengið nokkra viðvörun um ætlanir Hamas-liða og að allir forsvarsmenn öryggisstofnana Ísrael hefðu verið þeirrar skoðunar að leiðtogar Hamas hefðu áhuga á viðræðum. Sjá einnig: „Verkefni okkar er skýrt“ Netanjahú eyddi tístinu þó í morgun eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir það og þar á meðal af Benny Gantz, ráðherra í þjóðarstjórn Ísraela og Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ísraelskt stórskotalið nærri Gasaströndinni.AP/Tsafrir Abayov Gantz kallaði eftir því í morgun að Netanjahú drægi ummæli sín til baka og sakaði hann um að grafa undan hernum á mikilvægum tíma. Hann sagði að á stríðstímum sem þessum bæri leiðtogum að sýna ábyrgð og styðja herinn. Lapid sló á svipaða strengi og sagði Netanjahú reyna að komast undan ábyrgð með því að benda á öryggisstofnanir sem væru að berjast gegn óvinum Ísrael. Eftir að hann eyddi fyrsta tístinu, birti Netanjahú annað þar sem hann baðst afsökunar. . . . . .— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 29, 2023
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01