Biður enska knattspyrnusambandið að hætta að rannsaka færslu Garnacho Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2023 07:02 André Onana segir að Garnacho hafi ekki meint neitt slæmt með færslu sinni. Alex Livesey/Getty Images André Onana, markvörður Manchester United, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að hætta að rannsaka samfélagsmiðlafærslu Alejandro Garnacho eftir að Argentínumaðurinn birti mynd af Onana og lét tjákn með górillum fylgja með. Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira