Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 09:30 Feðgarnir Einar Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Stefánsson Samsett mynd: Mynd af Einari frá Fredericia Dagbladet og mynd af Einar Þorsteinn Ólafsson er að feta sín fyrstu skref í atvinnumennskunni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá nýtur hann leiðsagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum. Faðir Einars Þorsteins er nefnilegast íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson. Sá naut mikillar velgengni inn á handboltavellinum. Bæði með félagsliðum sem og íslenska landsliðinu þar sem hann var hluti af silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Noregi á sínum tíma „Já alveg mjög mikið, sérstaklega núna upp á síðkastið,“ segir Einar Þorsteinn aðspurður hvort faðir hans sem með puttana í því sem hann er að gera í atvinnumennskunni. „Hann hélt sig aðeins til hlés þegar að ég fór upp í gegnum yngri flokkana. Núna hefur hann verið að gefa mér ráð, hjálpa til.“ Hann fái ráð frá Ólafi föður sínum varðandi ýmislegt tengt atvinnumennskunni, bæði innan sem utan vallar. „Eitthvað sem ég fæ að heyra sem margir aðrir, svona ungir að árum, fá ekki að heyra. Það er eitthvað sem ég næ að nýta mér. Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin.“ Einar gæti á upphafsdögum næsta mánaðar leikið sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar fyrir tvo æfingarleiki gegn Færeyjum. Þessi efnilegi leikmaður er með skýr markmið. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyni að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Sjá meira
Faðir Einars Þorsteins er nefnilegast íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson. Sá naut mikillar velgengni inn á handboltavellinum. Bæði með félagsliðum sem og íslenska landsliðinu þar sem hann var hluti af silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Noregi á sínum tíma „Já alveg mjög mikið, sérstaklega núna upp á síðkastið,“ segir Einar Þorsteinn aðspurður hvort faðir hans sem með puttana í því sem hann er að gera í atvinnumennskunni. „Hann hélt sig aðeins til hlés þegar að ég fór upp í gegnum yngri flokkana. Núna hefur hann verið að gefa mér ráð, hjálpa til.“ Hann fái ráð frá Ólafi föður sínum varðandi ýmislegt tengt atvinnumennskunni, bæði innan sem utan vallar. „Eitthvað sem ég fæ að heyra sem margir aðrir, svona ungir að árum, fá ekki að heyra. Það er eitthvað sem ég næ að nýta mér. Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin.“ Einar gæti á upphafsdögum næsta mánaðar leikið sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar fyrir tvo æfingarleiki gegn Færeyjum. Þessi efnilegi leikmaður er með skýr markmið. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyni að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Sjá meira