Talinn hafa stefnt fólki í lífshættu með því að aka vísvitandi á annan bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 14:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hringveginum í Hamarsfirði á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli manns sem er grunaður um að keyra bíl sínum vísvitandi á annan bíl og lagt líf fólks sem var í þeim bíl í hættu. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins. Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann fyrsta febrúar í fyrra á Hringveginum, nánar tiltekið í sunnanverðum Hamarsfirði nokkru sunnan við brúna yfir Hamarsá. Manninum er gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á annan bíl. Bílarnir hafi báðir ekið í sömu akstursstefnu, en maðurinn ekið á mikilli ferð og ekið vísvitandi á hinn bílinn. Í hinum bílnum voru tvær manneskjur sem báðar hlutu einhverja áverka. Annað þeirra fékk eymsli í nefi og hin eymsli og stirðleika í hálsinum. Framhald aðalmeðferðar málsins fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Vilhelm Tilefnislaus og vísvitandi árekstur Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er verknaðinum lýst sem ófyrirleitnum. Þá segir að hann hafi stefnt lífi og heilsu fólksins í augljósa hættu með árekstrinum, en hann á að hafa verið tilefnislaus. Líkt og áður segir er því líka haldið fram að áreksturinn hafi verið vísvitandi af hálfu mannsins. Fram kemur að í blóði mannsins hafi mælst 1,99 prósent vínandamagn. Samkvæmt umferðarlögum myndi hann þá teljast óhæfur til að stjórna bifreið. Fólkið sem lenti í árekstrinum krefst hvort um sig tveggja milljóna króna frá manninum. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá verði hann sviptur ökuréttindum og gert að greiða sakarkostnað málsins.
Dómsmál Bílar Múlaþing Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira