Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 11:33 Að sögn Sigurðar Hannessonar er ófremdarástand á húsnæðismarkaði og ekkert sem bendir til þess að þar fari hlutirnir að lagast, þvert á móti. vísir/vilhelm Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira