Sex mánaða skilorð fyrir hundrað byssur og 34 þúsund skot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 13:20 Dómur Landsréttar féll í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var gripinn með tæplega hundrað byssur og 34 þúsund byssuskot í vörslum sínum. Hann taldi geymslu vopnanna fullnægjandi. Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins. Dómsmál Skotvopn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Lögregla hélt í húsleit á heimili mannsins í febrúar árið 2020 vegna rannsóknar á ótengdu máli sem síðar var fellt niður. Við leitina fannst fjöldi skotvopna og skotfæra en einungis hluti þeirra var í læstum skáp eða geymdur með fullnægjandi hætti. Í forstofunni voru til að mynda tvær byssur, fjórar byssur í byssurekka og og í holi inn af forstofu voru sjö byssur uppi við skenk. Skotfæri á víð og dreif Nokkrir skotvopnaskápar voru á heimilinu en þeir voru ýmist ólæstir eða læstir með glerhurðum og lyklum í skrám. Þessu til viðbótar voru skotvopn og skotfæri á víð og dreif um húsið. Lögregla réðst í aðra húsleit síðar í sama mánuði og leitaði þar í gámi við heimilið sem og bílum sem við það stóðu. Í leitinni tóku níu lögreglumenn þátt og stóð hún yfir í rúmar tólf klukkustundir. Mikill fjöldi skotvopnanna var óvirkur, og laut því ekki reglum um skotvopn, en hins vegar voru tugir annarra vopna vel í lagi: „gríðarlegt magn af virkum rifflum, haglabyssum og skammbyssum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Byssurnar voru 94 samtals og þar að auki var lagt hald á um 34.200 skot. Sex mánaða skilorð hæfilegt Héraðsdómari dæmdi manninn í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi rétt að lækka refsinguna niður í sex. Maðurinn bar fyrir sig að hann hefði verið með skotvopna- og safnaraleyfi í tugi ára. Hann væri einn helsti sérfræðingur landsins í skotvopnum, hann væri meindýraeyðir og því ávallt með byssur tiltækar og þá væri heimili hans afskekkt. Hann fullyrti þar að auki að geymsla skotvopnanna hafi verið fullnægjandi. Hvorki héraðsdómari né Landsréttardómararar féllust á skýringar mannsins og við mat á refsingu í Landsrétti var meðal annars litið til þess að ákærði hafi tvívegis áður hlotið refsidóma fyrir brot gegn vopnalögum. Bæði brotin vörðuðu vanrækslu hans við að tryggja á fullnægjandi hátt vörslu skotvopna og skotfæra. Hæfileg refsing þótti því skilorðsbundið fangelsi í sex mánuði og þá þarf hann þar að auki að greiða ¾ hluta áfrýjunarkostnað málsins.
Dómsmál Skotvopn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira