Gomez dæmdur í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 10:01 Alejandro Darío Gómez var í byrjunarliði Argentínu í tveimur leikjum á HM í Katar 2022, fyrst í opnunarleik gegn Sádí-Arabíu og síðar gegn Ástralíu í 16-liða úrslitunum. Vísir Argentínski landsliðsmaðurinn og leikmaður AC Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Papu Gómez, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuiðkun af FIFA vegna misnotkunar á astmalyfjum. Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira