Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. október 2023 23:40 Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sögðu bæði á Hringborði norðurslóða í dag að stríðsátök gætu haft neikvæð áhrif á framfarir í loftslagsmálum. Vísir Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Hringborð norðurslóða hófst í Hörpu í dag í tíunda skipti. Þingið er umræðuvettvangur þjóðarleiðtoga og sérfræðinga um loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna. Í setningarræðum í dag kom fram að loftslagsbreytingar séu allt að fjórum sinnum hraðari á norðurslóðum en annars staðar í heiminum. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var meðal þeirra sem hélt opnunarræðu. Hann segir alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum sjaldan eins brýnt og nú. „Stríðið í Úkraínu og hræðilegar fjöldaárásir í Ísrael skapar hættu á að fleyg milli norðurs og suðurs á tíma sem við höfum þörf á enn meira samstarfi í loftslagsmálum en nokkurn tíma áður, segir Rasmussen. Hann segir Hringborð norðurslóða því sjaldan hafa verið eins mikilvægt. „Við lifum á erfiðum tímum og þess vegna var það svo nauðsynlegt að Ólafur Ragnar Grímsson skapaði vettvang þar sem fólk getur hist, í friði og rætt þróunina á norðurslóðum,“ segir Rasmussen. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einnig meðal þeirra sem hélt opnunarræðu í dag. Hún er á sömu skoðun. „Því miður er það þannig að friður er forsenda allra framfara og þessi skelfilegu stríðsátök hafa auðvitað þau áhrif að okkur miðar ekki jafn hratt áfram og við ættum að gera í loftslagsmálum,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að skilaboð frá þessum vettvangi nái til Loftlagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna eða Cop 28 sem verður haldið í lok ársins. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði áþreifanlegar niðurstöður á þeim fundi. Ég held að þetta verði mjög mikilvægur fundur því það eru risavaxnar áskoranir. Fólkið í heiminum þarf að trúa því að við getum tekist á við loftslagsvánna og það er hægt,“ segir Katrín. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Bjarni Benediktsson nýr utanríkisráðherra hittust í Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Átti fund með Bjarna Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur notaði tækifærið á þinginu til að ræða við nýjan utanríkisráðherra hér á landi. „Ég þekki Bjarna frá fyrri tíð því ég hef sjálfur sinnt öðrum embættum, svo sem verið fjármálaráðherra. Þannig að ég held að samstarfið við hann muni ganga vel,“ segir Rasmussen.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Danmörk Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 19. október 2023 12:01