Þeir Vuk Óskar og Ólafur komu báðir við sögu í nær öllum leikjum FH á tímabilnu. Vuk skoraði þrjú mörk í 25 leikjum en Ólafur skoraði eitt mark í 25 leikjum fyrir Hafnarfjarðarliðið.
Vuk hefur leikið með FH síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leikni og var að ljúka sínu þriðja tímabili með félaginu. Ólafur kom frá Breiðablik árið 2021 en hafði þá verið á láni hjá Grindavík.
Samningur Vuk er til eins árs en Ólafur semur til tveggja ára.