Fótbolti

Sigur á Kanada kemur Reggístrákunum hans Heimis í Suður-Ameríku­keppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Hallgrímsson getur komið Jamaíku á stórmót.
Heimir Hallgrímsson getur komið Jamaíku á stórmót. getty/Matthew Ashton

Til að komast í Suður-Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum á næsta ári þarf Jamaíka að slá Kanada út.

Jamaíkar unnu sinn riðil í A-deild Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku. Reggístrákarnir hans Heimis unnu þrjá af fjórum leikjum sínum og gerðu eitt jafntefli.

Jamaíka er komin í átta liða úrslit A-deildar Þjóðadeildarinnar þar sem liðið mætir Kanada.

Í leikjunum tveimur gegn Kanadamönnum er sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar ekki einungis undir heldur einnig sæti í Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári. Hún verður haldin í Bandaríkjunum og taka sextán lið þátt þar. Sex þeirra koma frá Concafaf, Norður- og Mið-Ameríku.

Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fara fram 16.-17. nóvember og þeir seinni 20.-21. nóvember.

Heimir kom íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og getur nú leikið sama leik með jamaíska landsliðið.

Jamaíka komst í Suður-Ameríkukeppnina 2015 og 2016 en tapaði öllum þremur leikjum sínum í bæði skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×