Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 00:03 Í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnum segir að um tuttugu manns hafi verið hanteknir í tengslum við mótmælin í dag. EPA Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Í frétt Reuters kemur fram að mótmælendurnir hafi hindrað nokkra gesti ráðstefnunnar frá því að komast inn á hótelið þar sem hún var haldin. Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem lögregla hefur haft afskipti af eða handtekið Thunberg á mótmælum. Hún var ásamt fleiri aðgerðarsinnum handtekin á mótmælum við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi í janúar. Í febrúar handtók lögregla hana og aðra mótmælendur í Ósló þar sem þau mótmæltu byggingu vindmylla á sögulegu svæði Sama. Í júlí var Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu þegar hún stöðvaði umferð olíuflutningabíla í Malmö mánuði áður. Í myndskeiði má sjá Thunberg bera barmmerki sem á stóð „út með olíukennda peninga“. Í myndskeiðinu má sjá hana bíða rólega meðan lögregluþjónar halda í hana og ræða við hana. Í öðru myndskeiði sést hún inni í lögreglubifreið. Mótmælin voru haldin fyrir utan Intercontinental hótelið í Mayfair-hverfi þar sem ráðstefna á vegum eldsneytisfyrirtækja fór fram. „Heimurinn er að drukkna í jarðefnaeldsneyti. Fólk út um allan heim er að þjást og deyja úr afleiðingum loftslagsvárinnar sem þessi fyrirtæki hafa orsakað,“ sagði Thunberg þegar hún tók til máls á mótmælunum. Loftslagsmál Bretland Svíþjóð England Tengdar fréttir Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Í frétt Reuters kemur fram að mótmælendurnir hafi hindrað nokkra gesti ráðstefnunnar frá því að komast inn á hótelið þar sem hún var haldin. Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem lögregla hefur haft afskipti af eða handtekið Thunberg á mótmælum. Hún var ásamt fleiri aðgerðarsinnum handtekin á mótmælum við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi í janúar. Í febrúar handtók lögregla hana og aðra mótmælendur í Ósló þar sem þau mótmæltu byggingu vindmylla á sögulegu svæði Sama. Í júlí var Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu þegar hún stöðvaði umferð olíuflutningabíla í Malmö mánuði áður. Í myndskeiði má sjá Thunberg bera barmmerki sem á stóð „út með olíukennda peninga“. Í myndskeiðinu má sjá hana bíða rólega meðan lögregluþjónar halda í hana og ræða við hana. Í öðru myndskeiði sést hún inni í lögreglubifreið. Mótmælin voru haldin fyrir utan Intercontinental hótelið í Mayfair-hverfi þar sem ráðstefna á vegum eldsneytisfyrirtækja fór fram. „Heimurinn er að drukkna í jarðefnaeldsneyti. Fólk út um allan heim er að þjást og deyja úr afleiðingum loftslagsvárinnar sem þessi fyrirtæki hafa orsakað,“ sagði Thunberg þegar hún tók til máls á mótmælunum.
Loftslagsmál Bretland Svíþjóð England Tengdar fréttir Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39