„Þið getið tekið við þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 16:28 Að minnsta kosti 2.700 manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga, samkvæmt yfirvöldum þar. AP/Fatima Shbair Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana. Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana.
Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31