Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 13:10 Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú. Svíþjóð Belgía Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Þetta staðfestir sænska utanríkisráðuneytið í samtali við SVT. Þar segir að búið sé að upplýsa aðstandendur mannnanna. Þriðji maðurinn, sem særðist í árásinni, er á áttræðisaldri og dvelur nú á sjúkrahúsi í Brussel. Árásin átti sér stað um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi á Boulevard d'Ypres, um fimm kílómetra frá leikvanginum þar sem fótboltalandslið Belga og Svía mættust í undankeppni EM í fótbolta karla. Þeir sem fyrir árásinni urðu klæddust allir sænskum fótboltatreyjum. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirkan riffil og flúði síðar af vettvangi. Hann var skotinn til bana af lögreglu á kaffihúsi í gærkvöldi. Maðurinn, 45 ára karlmaður frá Túnis, dvaldi ólöglega í Belgíu eftir að umsókn hans um hæli hafði verið hafnað árið 2020. Hann hafði einnig dvalið í Svíþjóð. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var komið á í Belgíu vegna árásarinnar í gærkvöldi og var leiksleiknum hætt. Á myndbandi, sem árásarmaðurinn birti að árásinni lokinni, hét hann stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS og sagðist hafa drepið fólki í nafni guðs. I will go to Brussels tomorrow to commemorate and mourn the victims of yesterday s terrorist attack. https://t.co/IZxKiP2Pvc— SwedishPM (@SwedishPM) October 17, 2023 Minningarstund í Brussel á morgun Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur boðið Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, til Brussel á morgun til að vera viðstaddur minningarstund um hina látnu. „Svíþjóð og Belgía syrgja fórnarlömb gærdagsins saman,“ segir De Croo. Kristerston hefur staðfest að hann muni halda til Brussel. Kristersson hefur hvatt alla Svía sem staddir eru erlendis að hafa varann á. „Allt bendir til að þessi hryðjuverkaárás hafi beinst að Svíþjóð og sænskum ríkisborgurum, bara af því að þeir eru Svíar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ennfremur að aldrei áður í seinni tíð hafi Svíþjóð og sænskir hagsmunir staðið frammi fyrir eins mikilli ógn og nú.
Svíþjóð Belgía Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira