Kýldi mann og lét sig hverfa Árni Sæberg skrifar 17. október 2023 12:16 Maðurinn braut af sér á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 9. október en birtur í dag. Vildi kebab en fékk hnefasamloku Maðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudags í lok apríl árið 2022 framið líkamsárás fyrir framan veitingastaðinn Kurdo kebab í Skipagötunni með því að hafa slegið mann einu hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði í andlit, annan milli augabrúnanna og hinn ofarlega á nefi. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir minnisleysi en tók fram að á þessum tíma hefði hann vanið komur sínar í miðbæ Akureyrar að kvöldlagi. „Í því viðfangi hafði ákærði á orði að ef hann hefði verið í miðbænum í greint sinn hefði hann að líkindum munað eftir því þrátt fyrir að hann hefði verið í slæmu ástandi vegna eigin fíkniefnaneyslu,“ segir í dóminum. Sá sem fyrir árásinni varð lýsti atvikum þannig að hann hefði verið í fylgd vinnufélaga sinna á bar í Hafnarstræti áður en þeir lögðu leið sína að Kurdo kebab í Skipagötunni. Hann hefði verið ölvaður þegar þetta gerðist og bar að af þeim sökum myndi hann mjög takmarkað um atvik máls, að öðru leyti en því að hann hefði að líkindum brotið glas fyrir utan veitingastaðinn. „Og þá fékk ég bara einn í andlitið. Það er það eina sem ég man,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Vitni lýstu atvikum með svipuðum hætti fyrir dómi. Þau hafi staðið í hring fyrir utan veitingastaðinn ásamt brotaþola þegar hann var skyndilega kýldur í andlitið af manni sem hafi svo gengið frá vettvagni. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að með vísan til framburðar vitna, brotaþola og áverkavottorðs væri að áliti dómsins ekki varhugavert að telja nægjanlega sannað að maðurinn hefði slegið brotaþola einu höggi. Streittist á móti handtöku Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var við skyldustörf, og sparkað í fót hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn féll á jörðina og lenti á bakinu. Í ákæru segir að lögregla hafi haft afskipti af manninum í Sandgerðisbótinni í byrjun október í fyrra. Lögreglu hafi borist tilkynning um að þrír menn hefðu verið með mikinn atgang við tiltekið heimili í Sandgerðisbótinni á Óseyri, og þá þannig að aðhlaupsmenn hefðu meðal annars sparkað í glugga og hurðir, en einnig hafi verið upplýsingar um að þeir hefðu haft á vettvangi kjötexi. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að bifreið með fjórum farþegum um borð var stöðvuð. Hann hafi verið mjög æstur. „Rétt áður en [maðurinn] felldi hann niður sagði [hann]; „Ef þú tekur mig niður þá verður þetta fokking miklu fokking verra fyrir þig“og „ekki vera að reyna að fella mig annars felli ég fokking þig.“,“ segir í skýrslu lögreglumanns. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður lögreglumanna bendi til þess að maðurinn hafi verið að brjótast um eftir að hann hafði verið tekinn lögreglutökum og þá ekki síst þegar staðið hafi til að setja hann í handjárn. Þannig væri ekki sannað að maðurinn hafi veist að lögreglumanni með ofbeldi í skilningi laganna. Sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni í klefa Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti og sparkað í læri hans, daginn eftir atvikið sem rakið er hér að framan. Í ákæru segir að rökstuddur grunur hafi verið uppi um að maðurinn væri með fíkniefni innanklæða í fangaklefanum og því hafi lögreglumenn farið inn í klefann og leitað á manninum. Maðurinn hafi þá sparkað í lögreglumann. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til framburðar lögreglumanna og upptaka úr öryggismyndavélum væri sannað að maðurinn hefði sparkað leiftursnöggt til lögreglumanns. Þrátt fyrir að engin skaði hafi hlotist af væri um fullframið brot að ræða og maðurinn því sakfelldur. Fyrir framangreind ofbeldisbrot og akstur undir áhrifum fíkniefna í tvö skipti var maðurinn dæmdur til hálfs árs skilorðsbundins fangelsis en fullnustu refsingar frestað. Þá var hann sviptur ökuréttindum til þriggja ára, dæmdur til greiðslu 900 þúsund króna sektar og um 1,3 milljóna í málskostnað. Akureyri Dómsmál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp þann 9. október en birtur í dag. Vildi kebab en fékk hnefasamloku Maðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudags í lok apríl árið 2022 framið líkamsárás fyrir framan veitingastaðinn Kurdo kebab í Skipagötunni með því að hafa slegið mann einu hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði í andlit, annan milli augabrúnanna og hinn ofarlega á nefi. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og bar fyrir minnisleysi en tók fram að á þessum tíma hefði hann vanið komur sínar í miðbæ Akureyrar að kvöldlagi. „Í því viðfangi hafði ákærði á orði að ef hann hefði verið í miðbænum í greint sinn hefði hann að líkindum munað eftir því þrátt fyrir að hann hefði verið í slæmu ástandi vegna eigin fíkniefnaneyslu,“ segir í dóminum. Sá sem fyrir árásinni varð lýsti atvikum þannig að hann hefði verið í fylgd vinnufélaga sinna á bar í Hafnarstræti áður en þeir lögðu leið sína að Kurdo kebab í Skipagötunni. Hann hefði verið ölvaður þegar þetta gerðist og bar að af þeim sökum myndi hann mjög takmarkað um atvik máls, að öðru leyti en því að hann hefði að líkindum brotið glas fyrir utan veitingastaðinn. „Og þá fékk ég bara einn í andlitið. Það er það eina sem ég man,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Vitni lýstu atvikum með svipuðum hætti fyrir dómi. Þau hafi staðið í hring fyrir utan veitingastaðinn ásamt brotaþola þegar hann var skyndilega kýldur í andlitið af manni sem hafi svo gengið frá vettvagni. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að með vísan til framburðar vitna, brotaþola og áverkavottorðs væri að áliti dómsins ekki varhugavert að telja nægjanlega sannað að maðurinn hefði slegið brotaþola einu höggi. Streittist á móti handtöku Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var við skyldustörf, og sparkað í fót hans með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn féll á jörðina og lenti á bakinu. Í ákæru segir að lögregla hafi haft afskipti af manninum í Sandgerðisbótinni í byrjun október í fyrra. Lögreglu hafi borist tilkynning um að þrír menn hefðu verið með mikinn atgang við tiltekið heimili í Sandgerðisbótinni á Óseyri, og þá þannig að aðhlaupsmenn hefðu meðal annars sparkað í glugga og hurðir, en einnig hafi verið upplýsingar um að þeir hefðu haft á vettvangi kjötexi. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að bifreið með fjórum farþegum um borð var stöðvuð. Hann hafi verið mjög æstur. „Rétt áður en [maðurinn] felldi hann niður sagði [hann]; „Ef þú tekur mig niður þá verður þetta fokking miklu fokking verra fyrir þig“og „ekki vera að reyna að fella mig annars felli ég fokking þig.“,“ segir í skýrslu lögreglumanns. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður lögreglumanna bendi til þess að maðurinn hafi verið að brjótast um eftir að hann hafði verið tekinn lögreglutökum og þá ekki síst þegar staðið hafi til að setja hann í handjárn. Þannig væri ekki sannað að maðurinn hafi veist að lögreglumanni með ofbeldi í skilningi laganna. Sakfelldur fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni í klefa Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti og sparkað í læri hans, daginn eftir atvikið sem rakið er hér að framan. Í ákæru segir að rökstuddur grunur hafi verið uppi um að maðurinn væri með fíkniefni innanklæða í fangaklefanum og því hafi lögreglumenn farið inn í klefann og leitað á manninum. Maðurinn hafi þá sparkað í lögreglumann. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til framburðar lögreglumanna og upptaka úr öryggismyndavélum væri sannað að maðurinn hefði sparkað leiftursnöggt til lögreglumanns. Þrátt fyrir að engin skaði hafi hlotist af væri um fullframið brot að ræða og maðurinn því sakfelldur. Fyrir framangreind ofbeldisbrot og akstur undir áhrifum fíkniefna í tvö skipti var maðurinn dæmdur til hálfs árs skilorðsbundins fangelsis en fullnustu refsingar frestað. Þá var hann sviptur ökuréttindum til þriggja ára, dæmdur til greiðslu 900 þúsund króna sektar og um 1,3 milljóna í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira