Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2023 14:30 Frá Champs-Elysees í París. Getty Images Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni. Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin. Frakkland Spánn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Stórum fólksbílum fjölgar hratt Stórum fólksbílum og fjórhjóladrifnum bílum fjölgar óðfluga í mörgum stórborgum Evrópu. Þeim hefur til að mynda fjölgað um 300% hér á Spáni á síðustu 10 árum og eru nú 60% af bílaflota Spánverja. Þeir taka, eðli málsins samkvæmt, meira pláss í umferðinni og þeir flytja sífellt færri farþega á milli staða. Yfirvöld tveggja borga í Frakklandi, Parísar og Lyon, hafa nú ákveðið að hækka bílastæðagjöld stærri fólksbíla með þeim rökum að þeir noti meira pláss og að þeirra vegna verði allt viðhald gatna dýrara en áður. Æ færri farþegar í hverjum bíl Manuel Romana, verkfræðingur við tækniháskólann í Madrid, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum bílum fjölgi af ýmsum ástæðum; þeim fylgi orðið alls kyns öryggisbúnaður sem taki pláss, fólk vilji sitja hærra til að auka öryggi sitt og stór bíll sé líka ákveðið stöðutákn í velmegandi samfélögum Evrópu. Þetta sé samt í andstöðu við þá þróun að fjölskyldur verði æ fámennari og nú séu að meðaltali rétt um 1,3 manneskjur um borð í hverjum bíl sem aki um stórborgir álfunnar. Stórir bílar menga meira og valda meiri skaða Borgaryfirvöld í Lyon segja í fréttatilkynningu um hækkunina að þessir stóru bílar eyði meira eldsneyti og mengi þar af leiðandi meira, þeir þurfi meira rými í bílastæðum sem séu sameiginleg eign almennings og þeir valdi meiri skaða þegar þeir lenda í slysum en minni fólksbílar. Umferðarsérfræðingar hér á Spáni hafa nú opnað á umræðuna um þörf þess að leggja hærri gjöld á eigendur stærri bíla, en borgaryfirvöld stærstu borga landsins hafa þó ekki uppi nein áform um að gera slíkt á næstunni, hvað svo sem síðar kann að verða. En umræðan er alla vega hafin.
Frakkland Spánn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira