Udogie kom inn á sem varamaður á 79. mínútu gegn Möltu og náði hann að gefa stoðsendingu á þeim stutta tíma sem sem hann var á vellinum.
„Ég hef beðið eftir þessum degi alveg frá því ég var lítill, að spila fyrir ítalska landsliðið hefur alltaf verið minn stærsti draumur,“ byrjaði Destiny á að segja.
„Ég vil halda áfram að spila og bæta mig og leikurinn okkar á þriðjudaginn gegn Englandi er virkilega mikilvægur. Ég vil tileinka fjölskyldu minni þennan áfanga í mínu lífi en þau hafa alltaf stutt við bakið á mér,“ endaði Destinu Udogie á að segja.