Glódís Perla Viggósdóttir er lykilhlekkur í vörn Bayern München.Vísir/Getty
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá liðinu þegar það gerði markalaust jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku efstu deildinni í fótbolta kvenna í dag.
Bayern München, sem á titil að verja, hefur átta stig eftir fyrstu fjórar umferðir deildarinnar.
Hoffenheim trónir á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leik en Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar hennar hjá Wolfsburg koma þar á eftir með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.