Meistararnir fóru illa með botnliðið Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 20:22 Ríkjandi Stórmeistarar Atlantic unnu afar öruggan sigur er liðið mætti ÍBV í fimmtu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti
Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti