Ummæli Biden skýrð og enn óljóst hvort börn voru afhöfðuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 10:21 Þegar hermenn fóru inn í Kfar Aza lágu lík á víð og dreif. Liðsmenn Hamas höfðu myrt börn, konur og menn, yfir hundrað manns að því er talið er. epa/Atef Sadafi Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa neyðst til að skýra ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í gær að hann hefði aldrei trúað því að hann myndi fá þær fregnir að börn hefðu verið afhöfðuð og þurfa að sjá myndir því til staðfestingar. Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Ummælin lét hann falla þegar hann ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum. Tveir háttsettir embættismenn sögðu í samtali við NBC News að Biden hefði aðeins verið að vísa til fregna þess efnis að börn hefðu verið afhöfðuð. Deilt hefur verið um fregnirnar á samfélagsmiðlum og skrifað um málið í fréttum. Ísraelski herinn hefur ekki viljað staðfesta að börn hafi verið afhöfðuð en hins vegar sagði talsmaður Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær að ungabörn og börn hefðu fundist afhöfðuð í Kfar Aza, þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir af Hamas-liðum á laugardag. Beheaded babies report spread wide and fast but the Israeli military won t confirm it https://t.co/bBJ3eJqOUH by @alicesperi https://t.co/bBJ3eJqOUH— The Intercept (@theintercept) October 11, 2023 Nokkrir miðlar hafa haft eftir ísraelskum hermönnum, í gegnum þriðja aðila, að börn hafi fundist afhöfðuð í Kfar Aza. Má þar nefna CBS News, sem hafði fregnirnar eftir Libby Weiss, einum talsmanna Ísraelshers. Þá hefur CBS það eftir Yossi Landau, yfirmanni björgunarsveita í suðurhluta landsins, að hann hafi sjálfur séð ungabörn og börn sem hafi verið afhöfðuð. „Ég sá miklu meira sem ég get ekki lýst núna því það er mjög erfitt,“ sagði hann. Börn og foreldrar hefðu fundist með bundnar hendur og augljós ummerki um pyntingar. Greint hefur verið frá því að allt að 40 börn hafi fundist afhöfðuð en þær fréttir virðast ekki fást staðist. Það voru blaðamenn ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar i24NEWS sem sögðu fyrst frá því að börn hefðu verið afhöfðuð og höfðu eftir ísraelskum hermönnum. Talsmaður hersins sagðist í samtali við The Intercept ekki geta staðfest fregnirnar en það væri augljóst að mörg hroðaverk hefðu verið framin. Intercept segir hermenn einnig hafa sagt blaðamönnum að einhverjar afhöfðanir hefðu átt sér stað. Þetta virðist vera nærri því sem hægt er að staðfesta en Benjamin Netanyahu sagði sjálfur í ræðu í gær að hermenn hefðu verið afhöfðaðir, auk þess sem börn hefðu verið bundin og skotin í höfuðið. Þá hefði ungum konum verið nauðgað og fólk brennt lifandi.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira