Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 06:44 Palestínskur maður með særða stúlku við sjúkrahús í Gasaborg. AP/Fatima Shbair Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira