Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2023 16:07 Bíllinn var rækilega fastur og í raun frosinn niður, að sögn Pálmars formanns björgunarsveitarinnar Stjörnunnar. Landsbjörg Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land nú í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Pálmar Atli Jóhannesson, formaður björgunarsveitarinnar Stjörnunnar í Skaftártungu, fór á vettvang ásamt um fimmtán manna hópi björgunarfólks. „Það var náttúrulega bara snarvitlaust veður, hátt í þrjátíu metrar á sekúndu og sandfok mikið á Mælifellssandi,“ segir Pálmar. Aðstæður voru erfiðar við Brennivínskvísl.Landsbjörg Mennirnir, ferðamenn, höfðu setið fastir í bílnum í talsverðan tíma þegar björgunarsveitin fann þá. „Bíllinn var orðinn æði fastur, fastur í krapa og sat á kviðnum. Þannig að hann var eiginlega má segja frosinn niður. Það var átak að ná að losa hann en þegar hann var orðinn laus þá var nú bara þægileg færð niður úr,“ segir Pálmar. Veðrið lét einnig rækilega til sín taka á austanverðu landinu. Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Egilsstöðum segir átta erlenda ferðamenn hafa gist í fjöldahjálparstöð á Djúpavogi í nótt. Veður hafi verið sérlega vont þar um slóðir og hviður farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. Norðvestanstormur gærdagsins er nú genginn niður, síðustu gulu viðvaranirnar á Austfjörðum og Suðausturlandi féllu úr gildi nú um hádegi. Annar hvellur er þó væntanlegur; gul hríðarviðvörun tekur gildi á vestan- og sunnanverðu landinu nú í nótt, aðfaranótt fimmtudags, og búast má við stormi við suðurströndina fram yfir hádegi á morgun. Frá vettvangi.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Múlaþing Skaftárhreppur Tengdar fréttir Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. 11. október 2023 08:17
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18
Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 10. október 2023 08:42