Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:48 Eldurinn logaði glatt í nótt en svo virðist sem slökkvistarfi sé að ljúka. Stilla Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar. Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar.
Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira