„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2023 23:00 Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00