Félagið greinir frá ráðningunni á samfélagsmiðlum sínum, en Halldór tekur við liðinu af Óskari Hrafni sem tilkynnti um starfslok sín fyrr í dag.
Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14.
Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og hans fyrsta verkefni sem aðalþjálfari liðsins verður riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.