Óttast að átökin verði langvinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2023 00:00 Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar. 250 Ísraelsmenn eru sagðir hafa farist í umfangsmestu árásum Hamas á Ísrael í fleiri ár og talið að tugir Ísraelsmanna séu í haldi hernaðararms samtakanna. Ísrael hefur svarað með loftárásum á Gaza-ströndina þar sem yfir 230 liggja í valnum, að sögn yfirvalda þar. Átökin héldu áfram á laugardagskvöld og varð höfuðborgin Tel Aviv og fleiri miðlægar borgir í Ísrael fyrir nýrri hríð flugskeytaárása. Stjórnvöld í Ísrael segja nú barist við Hamas á 22 stöðum í landinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Ísraelsstjórn. Ísraelsstjórn sýnt aukna hörku Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína þekkir vel til á svæðinu og segir enga einhlíta skýringu vera á tímasetningu árásanna sem eigi sér langan aðdraganda. „Á Vesturbakkanum þá hafa árásirnar aldrei verið grimmari en núna, enda eru komnir til í valda í ríkisstjórn í Ísrael aðilar sem telja Palestínumenn eiga engan rétt. Það eru svokallaðir hreinir fasistar sem eru komnir í ríkisstjórnina og eru einmitt úr landræningjaflokkunum sem eru orðnir æ meira ráðandi í Ísrael. Er mörgum brugðið sem hafa hingað til reynt að skilja framferði Ísraelsmanna,“ sagði Sveinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn bætir við að Qassam-sveitirnar, hernaðarlegur armur Hamas-samtakanna hafi sagt slæma meðferðar á fimm þúsund pólitískum föngum í ísraelskum fangelsum, vera meðal ástæða fyrir árásunum nú. „Þeir tala um þessa svívirðingu sem trú þeirra hefur verið sýnt með innrás í Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem sem er þriðji helgasti staður múslima og síðast en ekki síst þá tala þeir um þetta grimmúðlega hernám sem þeir eru í rauninni búin að búa við í 75 ár. Það má skilja það að það er réttur hverrar þjóðar, hvort sem það er Úkraína eða Palestína að berjast gegn hernámi með öllum ráðum,“ segir Sveinn. Hamas njóti ekki stuðnings allra Palestínumanna Sveinn segir ekki hægt að setja samasemmerki milli Hamas-liða og palestínsku þjóðarinnar þar sem Hamas sé aðeins eitt af mörgum stjórnmálaöflum í Palestínu. Lengi hafi Fatah-flokkur Mahmoud Abbas Palestínuforseta verið ráðandi á Vesturbakkanum en í síðustu þingkosningum sem fram fóru árið 2006 hafi Hamas-samtökin fengið tvo þriðju hluta þingmanna. Það þing hafi verið leyst upp af Abbas og ekki verið kosið aftur til þings síðan þá. Ljóst er að mikil harka er í átökum Hamas og Ísraelshers og hefur Benjamin Netanyahu Ísraelsforseti lýst yfir stríði. Sveinn óttast að átökin geti orðið langvinn. „Ég minnist stríðsins og einliða árásanna sumarið 2014 en þá féllu í valinn um 2.300 Palestínumenn. 551 barn var myrt í þeim árásum og það tók þá nokkurn tíma. Þetta stríð tók 50 daga áður en það náðist samkomulag.“ Greinilegt sé að nú þurfi að nást samningur milli Ísraelsstjórnar og Hamas um skipti á föngum til að lægja öldurnar. „Það er mjög mikilvægt í þessum aðgerðum Hamas-samtakanna að þeim skuli hafa tekist að ná svona mörgum stríðsföngum eða gíslum, hvað við viljum kalla það. Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning. Við getum líka munað það að herskyldan í Ísrael nær til allra frá 18 ára aldri eða 17 og upp úr og svo það eru allir í varaliðinu,“ sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
250 Ísraelsmenn eru sagðir hafa farist í umfangsmestu árásum Hamas á Ísrael í fleiri ár og talið að tugir Ísraelsmanna séu í haldi hernaðararms samtakanna. Ísrael hefur svarað með loftárásum á Gaza-ströndina þar sem yfir 230 liggja í valnum, að sögn yfirvalda þar. Átökin héldu áfram á laugardagskvöld og varð höfuðborgin Tel Aviv og fleiri miðlægar borgir í Ísrael fyrir nýrri hríð flugskeytaárása. Stjórnvöld í Ísrael segja nú barist við Hamas á 22 stöðum í landinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Ísraelsstjórn. Ísraelsstjórn sýnt aukna hörku Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína þekkir vel til á svæðinu og segir enga einhlíta skýringu vera á tímasetningu árásanna sem eigi sér langan aðdraganda. „Á Vesturbakkanum þá hafa árásirnar aldrei verið grimmari en núna, enda eru komnir til í valda í ríkisstjórn í Ísrael aðilar sem telja Palestínumenn eiga engan rétt. Það eru svokallaðir hreinir fasistar sem eru komnir í ríkisstjórnina og eru einmitt úr landræningjaflokkunum sem eru orðnir æ meira ráðandi í Ísrael. Er mörgum brugðið sem hafa hingað til reynt að skilja framferði Ísraelsmanna,“ sagði Sveinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn bætir við að Qassam-sveitirnar, hernaðarlegur armur Hamas-samtakanna hafi sagt slæma meðferðar á fimm þúsund pólitískum föngum í ísraelskum fangelsum, vera meðal ástæða fyrir árásunum nú. „Þeir tala um þessa svívirðingu sem trú þeirra hefur verið sýnt með innrás í Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem sem er þriðji helgasti staður múslima og síðast en ekki síst þá tala þeir um þetta grimmúðlega hernám sem þeir eru í rauninni búin að búa við í 75 ár. Það má skilja það að það er réttur hverrar þjóðar, hvort sem það er Úkraína eða Palestína að berjast gegn hernámi með öllum ráðum,“ segir Sveinn. Hamas njóti ekki stuðnings allra Palestínumanna Sveinn segir ekki hægt að setja samasemmerki milli Hamas-liða og palestínsku þjóðarinnar þar sem Hamas sé aðeins eitt af mörgum stjórnmálaöflum í Palestínu. Lengi hafi Fatah-flokkur Mahmoud Abbas Palestínuforseta verið ráðandi á Vesturbakkanum en í síðustu þingkosningum sem fram fóru árið 2006 hafi Hamas-samtökin fengið tvo þriðju hluta þingmanna. Það þing hafi verið leyst upp af Abbas og ekki verið kosið aftur til þings síðan þá. Ljóst er að mikil harka er í átökum Hamas og Ísraelshers og hefur Benjamin Netanyahu Ísraelsforseti lýst yfir stríði. Sveinn óttast að átökin geti orðið langvinn. „Ég minnist stríðsins og einliða árásanna sumarið 2014 en þá féllu í valinn um 2.300 Palestínumenn. 551 barn var myrt í þeim árásum og það tók þá nokkurn tíma. Þetta stríð tók 50 daga áður en það náðist samkomulag.“ Greinilegt sé að nú þurfi að nást samningur milli Ísraelsstjórnar og Hamas um skipti á föngum til að lægja öldurnar. „Það er mjög mikilvægt í þessum aðgerðum Hamas-samtakanna að þeim skuli hafa tekist að ná svona mörgum stríðsföngum eða gíslum, hvað við viljum kalla það. Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning. Við getum líka munað það að herskyldan í Ísrael nær til allra frá 18 ára aldri eða 17 og upp úr og svo það eru allir í varaliðinu,“ sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Palestína Ísrael Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira