„Viljum viðhalda hungrinu“ Dagur Lárusson skrifar 7. október 2023 16:59 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. „Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja. Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja.
Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16