Bellingham kom Madrídingum á bragðið strax á níundu mínútu eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal og tvöfaldaði svo forystu liðsins snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Federico Valverde.
Valverde lagði svo einnig upp þriðja mark leiksins fyrir Vinicius Junior á 65. mínútu áður en Vinicius lagði sjálfur upp fjórða markið fyrir Joselu fimm mínútum síðar.
Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Real Madrid sem trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir níu leiki, en Osasuna situr hins vegar í tíunda sæti með tíu stig.