United missti 2-1 forystu sína í leiknum niður í 3-2 tap en Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í stöðunni 2-2 eftir slæm mistök Andre Onana í marki United.
Manchester United hefur nú tapað sex af sínum fyrstu tíu leikjum á tímabilinu en þetta er versta byrjun félagsins síðan árið 1986. Staða þeirra í Meistaradeildinni er sömuleiðis slæm enda liðið búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni.
Chance of qualifying out of Group A after GW2 of the UEFA Champions League:
— StatmanJames (@JamesStatman) October 4, 2023
98.7% - Bayern Munich
57.8% - Galatasaray
40% - Manchester United
13.3% - København
Pressure starting to mount. pic.twitter.com/lR3eapWhex
Erik Ten Hag knattspyrnustjóri liðsins segir enga afsökun að finna fyrir slæmu gengi sinna manna en hann segir alla innan félagsins vera að vinna að sama markmiðinu.
„Síðasta tímabil: Stórkostleg og frábært, meira en við gátum búist við,“ sagði Ten Hag aðspurður hvort hann óttaðist að missa starf sitt.
„Við vissum að í þessu verkefni gætu komið minni tímabil þar sem gengi illa. Akkúrat núna erum við í vandræðum eins og allir sjá en við munum komast út úr þeim saman. Við erum að berjast saman, við stöndum saman og erum á bakvið hvern annan. Það er ég, stjórnendur, liðið. Við berjumst allir saman.“
„Hann mun koma til baka“
Andre Onana var keyptur til United fyrir tímabilið en hann var á mála hjá Ajax þegar Ten Hag réð ríkjum þar. Onana hefur ekki farið vel af stað í búningi United og til dæmis gert dýrkeypt mistök í báðum Meistaradeildarleikjum United til þessa.
„Við erum ánægð með markvarðahópinn okkar, klárlega með Andre. Hann hefur spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í fyrra spilaði hann úrslitaleikinn. Hann er með getuna til að verða einn af bestu markvörðum í heimi.“
„Hann hefur sýnt það og mun gera það áfram. Við höfum nú þegar séð hæfileika hans í leikjum og karakterinn hans þegar hann gerir mistök. Hann mun koma til baka og ég er viss um að hann mun gera það í næstu leikjum.“