Segir Onana geta orðið einn besta markvörð í heimi Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 23:33 Erik Ten Hag stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Getty Erik Ten Hag segist ekki smeykur um að missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir tap liðsins gegn Galatasaray í Meistaradeildinni. Ten Hag stendur við bakið á markverðinum Andre Onana sem gerði slæm mistök í leiknum. United missti 2-1 forystu sína í leiknum niður í 3-2 tap en Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í stöðunni 2-2 eftir slæm mistök Andre Onana í marki United. Manchester United hefur nú tapað sex af sínum fyrstu tíu leikjum á tímabilinu en þetta er versta byrjun félagsins síðan árið 1986. Staða þeirra í Meistaradeildinni er sömuleiðis slæm enda liðið búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Chance of qualifying out of Group A after GW2 of the UEFA Champions League: 98.7% - Bayern Munich 57.8% - Galatasaray 40% - Manchester United 13.3% - København Pressure starting to mount. pic.twitter.com/lR3eapWhex— StatmanJames (@JamesStatman) October 4, 2023 Erik Ten Hag knattspyrnustjóri liðsins segir enga afsökun að finna fyrir slæmu gengi sinna manna en hann segir alla innan félagsins vera að vinna að sama markmiðinu. „Síðasta tímabil: Stórkostleg og frábært, meira en við gátum búist við,“ sagði Ten Hag aðspurður hvort hann óttaðist að missa starf sitt. „Við vissum að í þessu verkefni gætu komið minni tímabil þar sem gengi illa. Akkúrat núna erum við í vandræðum eins og allir sjá en við munum komast út úr þeim saman. Við erum að berjast saman, við stöndum saman og erum á bakvið hvern annan. Það er ég, stjórnendur, liðið. Við berjumst allir saman.“ „Hann mun koma til baka“ Andre Onana var keyptur til United fyrir tímabilið en hann var á mála hjá Ajax þegar Ten Hag réð ríkjum þar. Onana hefur ekki farið vel af stað í búningi United og til dæmis gert dýrkeypt mistök í báðum Meistaradeildarleikjum United til þessa. „Við erum ánægð með markvarðahópinn okkar, klárlega með Andre. Hann hefur spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í fyrra spilaði hann úrslitaleikinn. Hann er með getuna til að verða einn af bestu markvörðum í heimi.“ „Hann hefur sýnt það og mun gera það áfram. Við höfum nú þegar séð hæfileika hans í leikjum og karakterinn hans þegar hann gerir mistök. Hann mun koma til baka og ég er viss um að hann mun gera það í næstu leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
United missti 2-1 forystu sína í leiknum niður í 3-2 tap en Brasilíumaðurinn Casemiro fékk rautt spjald í stöðunni 2-2 eftir slæm mistök Andre Onana í marki United. Manchester United hefur nú tapað sex af sínum fyrstu tíu leikjum á tímabilinu en þetta er versta byrjun félagsins síðan árið 1986. Staða þeirra í Meistaradeildinni er sömuleiðis slæm enda liðið búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Chance of qualifying out of Group A after GW2 of the UEFA Champions League: 98.7% - Bayern Munich 57.8% - Galatasaray 40% - Manchester United 13.3% - København Pressure starting to mount. pic.twitter.com/lR3eapWhex— StatmanJames (@JamesStatman) October 4, 2023 Erik Ten Hag knattspyrnustjóri liðsins segir enga afsökun að finna fyrir slæmu gengi sinna manna en hann segir alla innan félagsins vera að vinna að sama markmiðinu. „Síðasta tímabil: Stórkostleg og frábært, meira en við gátum búist við,“ sagði Ten Hag aðspurður hvort hann óttaðist að missa starf sitt. „Við vissum að í þessu verkefni gætu komið minni tímabil þar sem gengi illa. Akkúrat núna erum við í vandræðum eins og allir sjá en við munum komast út úr þeim saman. Við erum að berjast saman, við stöndum saman og erum á bakvið hvern annan. Það er ég, stjórnendur, liðið. Við berjumst allir saman.“ „Hann mun koma til baka“ Andre Onana var keyptur til United fyrir tímabilið en hann var á mála hjá Ajax þegar Ten Hag réð ríkjum þar. Onana hefur ekki farið vel af stað í búningi United og til dæmis gert dýrkeypt mistök í báðum Meistaradeildarleikjum United til þessa. „Við erum ánægð með markvarðahópinn okkar, klárlega með Andre. Hann hefur spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í fyrra spilaði hann úrslitaleikinn. Hann er með getuna til að verða einn af bestu markvörðum í heimi.“ „Hann hefur sýnt það og mun gera það áfram. Við höfum nú þegar séð hæfileika hans í leikjum og karakterinn hans þegar hann gerir mistök. Hann mun koma til baka og ég er viss um að hann mun gera það í næstu leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti