Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 10:49 Þessi mynd sýnir flóttafólk snúa aftur til Afganistan árið 2015, eftir að þau flúðu til Pakistan. Yfirvöld Í Pakistan ætla að vísa minnst 1,7 milljónum Afgana úr landi í næsta mánuði, fari þau ekki sjálfviljug. AP/Rahmat Gul Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega. Pakistan Afganistan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega.
Pakistan Afganistan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira