Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 11:43 Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira