Gestirnir í Varberg komust yfir á 19. mínútu en þegar rúmur hálftími var liðinn gerði Sveinn Aron vel í því að ná stjórn á fyrirgjöf frá hægri og pota boltanum fyrir markið þar sem Jeppe Okkels gat ekki annað en skorað.
Jeppe Okkels kvitterar för Elfsborg! 1-1
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 2, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/fDt35Ppjra
Skömmu síðar fékk Sveinn Aron sannkallað dauðafæri til að koma Elfsborg yfir en náði ekki nægilega góðri snertingu á boltann þegar hann var fyrir opnu marki.
"På något sätt missar han!"
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 2, 2023
Sveinn Gudjohnsen bränner friläge för Elfsborg pic.twitter.com/hYO58oidKq
Sem betur fer kom það ekki að sök þar sem Okkels skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 43. mínútu eftir að Elfsborg fékk vítaspyrnu. Lokatölur 2-1 Elfsborg í vil sem þýðir að liðið er aðeins stigi á eftir Malmö, sem vann 2-1 sigur á Brommapojkarna í kvöld, þegar fimm leikir eru til loka tímabilsins.
Sveinn Aron var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins á meðan Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki frá upphafi til enda og Andri Fannar Baldursson lét til sín taka á miðjunni. Andri Fannar spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 80. mínútu.